Asensio á leið til Villa - Tottenham vill annan miðvörð - Bailey orðaður við Man Utd
   sun 02. febrúar 2025 20:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ödegaard ánægður með ungu strákana - „Get ekki hrósað þeim nóg"
Mynd: EPA
Arsenal vann frábæran sigur á Man City í kvöld. Liðið byrjaði virkilega vel og Martin Ödegaard kom liðinu yfir eftir tæplega tveggja mínútna leik.

Man City tókst að jafna en Thomas Partey svaraði tæpri mínútu síðar og Arsenal liðið gekk á lagið í kjölfarið og vann 5-1. Hinn 18 ára gamli Myles Lewis-Skelly komst á blað ásamt hinum 17 ára gamla Ethan Nwaneri.

„Andrúmsloftið var ótrúlegt og við nutum þess allir. Við vorum verðlaunaðir fyrir hápressuna, unnum boltann og skoruðum. Þeir skoruðu í seinni hálfleik en við svöruðum frábærlega. Svo var það ótrúlegt hvað við gerðum í kjölfarið," sagði Ödegaard.

Ödegaard hrósaði ungu leikmönnunum.

„Það er magnað það sem þeir eru að gera. Ég get ekki hrósað þeim nóg. Myles var með sjálfstraust allt frá upphafi og Ethan kemur inn á og hefur strax áhrif. Ég elska að sjá sjálfstraustið og ákafann," sagði Ödegaard.
Athugasemdir
banner
banner