Greenwood eftirsóttur - Isak til PSG? - Chelsea vill gera skiptidíl við Inter
   þri 02. ágúst 2016 09:32
Magnús Már Einarsson
Arnar Bragi í Fylki (Staðfest)
Arnar Bragi Bergsson.
Arnar Bragi Bergsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir hefur fengið miðjumanninn Arnar Braga Bergsson í sínar raðir frá sænska félaginu GAIS.

Arnar Bragi kom til ÍBV árið 2013 en þá var Hermann Hreiðarsson, núverandi þjálfari Fylkis, þjálfari Eyjamanna.

Hinn 23 ára gamli Arnar Bragi spilaði ellefu leiki með ÍBV árið 2013 og átján leiki árið 2014.

Í kjölfarið samdi Arnar við GAIS þar sem hann spilaði talsvert í sænsku B-deildinni í fyrra. Í ár hefur Arnar einungis spilað fimm leiki með GAIS og hann hefur nú gengið til liðs við Fylki.

Arnar er frá Íslandi en hann ólst upp í Svíþjóð og spilaði í yngri flokkunum þar.

Hann á að hjálpa Fylki í fallbaráttunni sem er framundan í Pepsi-deildinni en í síðustu viku kom varnarmaðurinn Sonni Ragnar Nattestad á láni frá FH auk þess sem markvörðurinn Marko Pridigar kom til félagsins.

Næsti leikur Fylkis er á morgun en liðið mætir þá Breiðabliki á Kópavogsvelli.
Athugasemdir
banner
banner
banner