„Að hafa tekið sex punkta gegn Hollendingum í þessari undankeppni... það vantar lýsingarorð yfir það,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson eftir magnaðan 1-0 útisigur gegn Hollandi í kvöld.
„Þeir voru ekki að skapa sér mikið af færum, við hleyptum þeim bara ekki í það. Þetta er æðislegt.“
Varðandi stuðninginn frá íslensku áhorfendunum sagði Aron:
„Vá! Ég hef aldrei séð svona stuðning á útivelli frá mínum félagsliðum. Takk fyrir kærlega, það var ómetanlegt að finna fyrir þessum stuðningi og heyra meira í íslensku áhorfendunum en þeim hollensku. Vonandi klárum við bara Kasaka á sunnudag og lokum þessu alfarið.“
Aron bað um skiptingu í lok leiksins en hann verður klár fyrir leikinn gegn Kasakstan.
„Ég fékk bara krampa í kálfana við að taka innkast. Þetta var nokkuð fyndið móment en þetta var bara krampi sem ég fékk enda ekki mikið spilað á tímabilinu. Ég held að ég hafi hlaupið fyrir allan peninginn í dag. Nú er bara endurheimt og reynt að sofna en hugurinn er á sunnudeginum,“ sagði Aron en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
„Þeir voru ekki að skapa sér mikið af færum, við hleyptum þeim bara ekki í það. Þetta er æðislegt.“
Varðandi stuðninginn frá íslensku áhorfendunum sagði Aron:
„Vá! Ég hef aldrei séð svona stuðning á útivelli frá mínum félagsliðum. Takk fyrir kærlega, það var ómetanlegt að finna fyrir þessum stuðningi og heyra meira í íslensku áhorfendunum en þeim hollensku. Vonandi klárum við bara Kasaka á sunnudag og lokum þessu alfarið.“
Aron bað um skiptingu í lok leiksins en hann verður klár fyrir leikinn gegn Kasakstan.
„Ég fékk bara krampa í kálfana við að taka innkast. Þetta var nokkuð fyndið móment en þetta var bara krampi sem ég fékk enda ekki mikið spilað á tímabilinu. Ég held að ég hafi hlaupið fyrir allan peninginn í dag. Nú er bara endurheimt og reynt að sofna en hugurinn er á sunnudeginum,“ sagði Aron en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir