Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   fim 03. september 2015 22:52
Elvar Geir Magnússon
Amsterdam
Aron Einar: Vá! Hef aldrei séð svona stuðning á útivelli
Icelandair
Aron fagnar.
Aron fagnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Að hafa tekið sex punkta gegn Hollendingum í þessari undankeppni... það vantar lýsingarorð yfir það,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson eftir magnaðan 1-0 útisigur gegn Hollandi í kvöld.

„Þeir voru ekki að skapa sér mikið af færum, við hleyptum þeim bara ekki í það. Þetta er æðislegt.“

Varðandi stuðninginn frá íslensku áhorfendunum sagði Aron:

„Vá! Ég hef aldrei séð svona stuðning á útivelli frá mínum félagsliðum. Takk fyrir kærlega, það var ómetanlegt að finna fyrir þessum stuðningi og heyra meira í íslensku áhorfendunum en þeim hollensku. Vonandi klárum við bara Kasaka á sunnudag og lokum þessu alfarið.“

Aron bað um skiptingu í lok leiksins en hann verður klár fyrir leikinn gegn Kasakstan.

„Ég fékk bara krampa í kálfana við að taka innkast. Þetta var nokkuð fyndið móment en þetta var bara krampi sem ég fékk enda ekki mikið spilað á tímabilinu. Ég held að ég hafi hlaupið fyrir allan peninginn í dag. Nú er bara endurheimt og reynt að sofna en hugurinn er á sunnudeginum,“ sagði Aron en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner