Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 03. nóvember 2022 22:48
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Einkunnir Arsenal og West Ham: Ungu mennirnir frábærir
Mynd: EPA

Hinn 16 ára gamli Oliver Scarles fékk 9 í einkunn fyrir frammistöðu sína í fyrsta leik sínum með West Ham í 3-0 sigri liðsins á Steaua í Sambandsdeildinni í kvöld.


Scarles átti stórann þátt í síðasta marki leiksins sem Pablo Fornals skoraði en hann skoraði tvö mörk í leiknum og var valinn maður leiksins að mati Sky Sports.

Arsenal vann 1-0 sigur á Zurich og var markaskorarinn, Kieran Tierney, valinn maður leiksins með átta í einkunn. Með sigrinum vann Arsenal riðilinn.

Fabio Vieira átti góðann leik á miðjunni hjá Arsenal og fékk einnig átta.

Arsenal: Ramsdale (6), White (7), Holding (6), Gabriel (7), Tierney (8), Elneny (6), Sambi Lokonga (6), Nelson (7), Vieira (8), Nketiah (7), Gabriel Jesus (6).

Varamenn: Partey (6), Saka (7), Odegaard (6), Cedric (n/a), Tomiyasu (n/a).

West Ham: Areola (6), Coufal (7), Johnson (7), Ogbonna (7), Aguerd (8), Scarles (9), Downes (8), Coventry (7), Lanzini, (7), Fornals (9), Mubama (7).

Varamenn: Potts (6), Forson (6), Ashby (6), Simon-Swyer (6), Casey (6).


Athugasemdir
banner