Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 03. nóvember 2022 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
El Ghazi: Gerrard vildi ekki hafa mig hjá Villa
Mynd: Getty Images
Anwar El Ghazi, fyrrum leikmaður Aston Villa, hefur tjáð sig um viðskilnað sinn við félagið og síðustu mánuði sína þar.

Steven Gerrard var stjóri Villa þegar El Ghazi var látinn fara en Gerrard var rekinn í síðasta mánuði og er Unai Emery tekinn við. El Ghazi spilar nú með PSV í Hollandi en segist vilja snúa aftur til Englands í framtíðinni.

„Ég elskaði England. Ég eignaðist góða vini og þegar ég var mættur aftur til landsins í Evrópueildinni þá var eins og ég væri kominn heim aftur," sagði El Ghazi við The Athletic.

„Ég sakna landsins mikið, sakna Villa, en ég er ánægður að vera hjá PSG núna. Ég átti góð samtöl við Marcel Brands (yfirmaður fótboltamála) og stjórann (Ruud van Nistelrooy) og fann að ég var mikilvægur aftur."

„Það var mjög mikilvægt fyrir mig og ég tók ákvörðunina út frá því hversu mikið félagið vildi fá mig. Ég vildi ekki fara frá Villa, vildi vera þar áfram. En ég átti bara eitt ár eftir af samningi, var með stjóra sem vildi ekki hafa mig og staðan var erfið. Ég myndi elska að koma aftur til Englands, það er ekkert leyndarmál,"
sagði El Ghazi.

El Ghazi er 27 ára vængmaður sem uppalinn er í Hollandi og fór fyrst til Aston Villa árið 2018 og var þar í fjögur ár. Fyrri hluta árs var hann á láni hjá Everton en spilaði einungis tvo deildarleiki. PSV keypti hann á um 2 milljónir punda og hefur hann skorað fjögur mörk í tíu leikjum með liðinu.
Athugasemdir
banner
banner