Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 03. nóvember 2022 21:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Emery: Rétta félagið og rétt verkefni
Mynd: EPA

Unai Emery var formlega kynntur sem stjóri Aston Villa í kvöld en hann tók við af Steven Gerrard sem var rekinn eftir slæmt gengi að undanförnu.


Emery þekkir vel til ensku úrvalsdeildarinnar en hann stýrði Arsenal í eitt og hálft ár frá 2018-2019.

„Ég er svo ánægður að vera hér því úrvalsdeildin er stór deild í evrópu og stór áskorun fyrir mig. Aston Villa er með frábæra sögu, spennandi verkefni. Ég er ekki kominn aftur því þetta er úrvalsdeildin,  það er vegna þess að þetta er rétta félagið og rétt verkefni," sagði Emery.

Emery var ráðinn til Arsenal í maí 2018 en var rekinn eftir slakt gengi í nóvember ári síðar. Hann hafnaði að taka við Newcastle eftir að fjárfestar frá Sádí Arabíu keyptu félagið.


Athugasemdir
banner
banner
banner