fim 03. nóvember 2022 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Endar Choupo-Moting á Old Trafford?
Eric Choupo-Moting.
Eric Choupo-Moting.
Mynd: Getty
Sóknarmaðurinn Eric Choupo-Moting er sagður á óskalista Manchester United.

Félagið er sagt skoða hann sem arftaka fyrir Cristiano Ronaldo sem vill komast frá félaginu. Ronaldo vill fara til þess að leika í Meistaradeildinni.

Það er Media Foot í Frakklandi sem greinir frá þessu.

Samningur Choupo-Moting hjá þýska stórveldinu hjá Bayern München er að renna út í lok tímabilsins.

Choupo-Moting er ekki byrjunarliðsmaður hjá Bayern en hann hefur staðið sig einstaklega vel þegar hann hefur komið við sögu. Hann er búinn að gera átta mörk í 13 leikjum á tímabilinu.

Choupo-Moting, sem er 33 ára, þekkir til á Englandi eftir að hafa áður leikið með Stoke City. Hann fór frá Stoke til Paris Saint-Germain og þaðan til Bayern þar sem hann hefur leikið síðustu ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner