Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 03. nóvember 2022 21:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Evrópa: West Ham með fullt hús stiga - Arsenal vann riðilinn
Kieran Tierney
Kieran Tierney
Mynd: Getty Images
Lorenzo Pellegrini skoraði úr tveimur vítaspyrnum fyrir Roma
Lorenzo Pellegrini skoraði úr tveimur vítaspyrnum fyrir Roma
Mynd: EPA

Arsenal tryggði sér toppsætið í A riðli eftir sigur á Zurich í kvöld.


Kieran Tierney skoraði eina mark leiksins með glæsilegu skoti eftir rúmlega stundarfjórðung. Það þýðir að liðið endar á toppi deildarinnar með fimmtán stig.

PSV endar í 2. sæti með 13 stig en liðið lagði Bodö/Glimt 2-1. Alfons Sampsted varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark en skalli frá Ki-Jana Hoever hrökk af Alfons og í netið.

Roma er einnig komið áfram og fer í umspil um sæti í 16 liða úrslitum eftir 3-1 sigur á Ludogorets í úrslitaleik um sæti í útsláttakeppninni.

Unglingarnir í West Ham kláruðu dæmið

David Moyes mætti með ungan hóp til Rúmeníu þar sem liðið mætti Steaua í lokaleik riðilsins í Sambandsdeildinni. Liðið var með fullt hús stiga fyrir leikinn og gat þvi verið fyrsta liðið til að fara með fullt hús út úr riðlakeppninni í Sambandsdeildinni.

Pablo Fornals skoraði tvö mörk í 3-0 sigri liðsins. Hinn 18 ára gamli Divin Mubama átti stórann þátt í einu af mörkunum þremur þar sem skallinn hans fór af varnarmanni Steaua og í netið.

Silkeborg er fallið úr leik í Evrópukeppni þetta árið eftir 2-0 tap gegn Anderlecht en danska félagið lék manni færri í rúman klukkutíma. Stefán Teitur Þórðarson lék allan leikinn.

Arsenal 1 - 0 Zurich
1-0 Kieran Tierney ('17 )

Bodo-Glimt 0 - 2 PSV
0-1 Alfons Sampsted ('36 , sjálfsmark)
0-2 Johan Bakayoko ('52 )

International - EUROPA LEAGUE: Group B 2022-2023

Dynamo K. 0 - 2 Fenerbahce
0-1 Arda Guler ('23 )
0-2 Willian Arao ('45 )
Rautt spjald: Illia Zabarnyi, Dynamo K. ('68)

Rennes 1 - 1 AEK Larnaca
1-0 Matthis Abline ('17 )
1-1 Rafa Lopes ('76 )

International - EUROPA LEAGUE: Group C 2022-2023

Betis 3 - 0 HJK Helsinki
1-0 Aitor Ruibal ('20 )
2-0 Aitor Ruibal ('41 )
3-0 Nabil Fekir ('90 )

Roma 3 - 1 Ludogorets
0-1 Rick ('42 )
1-1 Lorenzo Pellegrini ('56 , víti)
2-1 Lorenzo Pellegrini ('65 , víti)
3-1 Nicolo Zaniolo ('85 )
Rautt spjald: Olivier Verdon, Ludogorets ('90)

International - EUROPA LEAGUE: Group D 2022-2023

St. Gilloise 0 - 1 Union Berlin
0-1 Sven Michel ('6 )

Braga 2 - 1 Malmo FF
1-0 Ricardo Horta ('36 )
2-0 Alvaro Djalo ('55 )
2-1 Patriot Sejdiu ('77 )

Steaua 0 - 3 West Ham
0-1 Pablo Fornals ('40 )
0-2 Joyskim Dawa ('56 , sjálfsmark)
0-3 Pablo Fornals ('65 )

Silkeborg 0 - 1 Anderlecht
0-1 Lior Refaelov ('20 )
Rautt spjald: Anders Klynge, Silkeborg ('26)

International - EUROPA CONFERENCE LEAGUE: Group C 2022-2023

Lech 3 - 0 Villarreal
1-0 Kristoffer Velde ('27 )
2-0 Michal Skoras ('51 )
3-0 Michal Skoras ('77 )

Hapoel Beer Sheva 4 - 0 Austria V
1-0 Sagiv Shalom Yehezkel ('30 )
2-0 Ramzi Safuri ('33 )
3-0 Itay Shechter ('63 )
4-0 Johannes Handl ('73 , sjálfsmark)

International - EUROPA CONFERENCE LEAGUE: Group D 2022-2023

Partizan 1 - 1 Slovacko
1-0 Bibras Natcho ('41 , víti)
1-1 Ondrej Mihalik ('73 )

Koln 2 - 2 Nice
0-1 Gaetan Laborde ('40 )
0-2 Billal Brahimi ('43 )
1-2 Denis Huseinbasic ('48 )
2-2 Ondrej Duda ('60 )


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner