Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 03. nóvember 2022 20:48
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fernandes: Garnacho var ekki með besta hugarfarið
Garnacho (t.v.)
Garnacho (t.v.)
Mynd: Getty Images

Alejandro Garnacho hetja United í sigri liðsins á Real Sociedad í Evrópudeildinni í kvöld hefur loksins verið að fá tækifæri með aðalliðinu að undanförnu.

Þetta var annar leikur hans í byrjunarliðinu fyrir félagið.


Bruno Fernandes greindi frá því í viðtali hjá BT Sport eftir leikinn að hann hafi verið með slæmt viðhorf á undirbúningstímabilinu.

„Hann var góður en hann veit að við búumst við miklu af honum. Auðvitað er hann enn ungur en hann er að gera frábæra hluti. Í upphafi tímabilsins var hann ekki upp á sitt besta," sagði Fernandes.

„Á undirbúningstímabilinu var hann ekki með eins gott hugarfar og hann gat verið með þess vegna hefur hann ekki verið að fá tækifæri þar til núna. Hann er að æfa betur núna, allt annað hugarfar og hann á skilið tækifæri."


Athugasemdir
banner
banner
banner