Forráðamenn Real Madrid eru staddir í Sao Paolo um þessar mundir en félagið er í viðræðum við Palmeiras um ungstirnið Endrick.
Þessi 16 ára leikmaður vekur meiri og meiri athygli eftir því sem dagarnir líða og spænski miðillinn Marca greinir frá því að Real reyni að ná samkomulagi við brasilíska félagið áður en verðið á honum ríkur upp úr öllu valdi.
Hann hefur skorað tvö mörk í fimm leikjum fyrir Palmeiras og þá hefur hann skorað fimm mörk í fjórum leikjum fyrir u16 ára landslið Brasilíu.
Það var greint frá því í síðasta mánuði að PSG hafi gert tilboð í leikmanninn sem var hafnað.
Athugasemdir