fim 03. nóvember 2022 11:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Freysi um Hákon: Besti pressu senter í Skandinavíu
Markinu vel fagnað
Markinu vel fagnað
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby og fyrrum aðstoðarþjálfari landsliðsins, tjáði sig um Hákon Arnar Haraldsson á Twitter í gær.

Hákon varð í gær fjórði Íslendingurinn til að skora í sögu Meistaradeildarinnar þegar hann jafnaði metin fyrir FC Kaupmannahöfn gegn Dortmund á Parken. 1-1 urðu lokatölur leiksins.

„Besti pressu senter í Skandinavíu. Hann er búinn að hlaupa svona 10km á high intensity í fyrri hálfleik," skrifaði Freysi. High intensity hlaup má þýða sem spretti af mikilli ákefð.

Hákon er nítján ára gamall og er næstyngsti Íslendingurinn til að skora í Meistaradeildinni. Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson var mánuði yngri en Hákon þegar hann skoraði með CSKA gegn Roma árið 2018.

Hákon fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína í gær, var sá leikmaður sem hljóp mest í leiknum og var sjálfur hæstánægður með markið.




Athugasemdir
banner
banner