fim 03. nóvember 2022 19:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Manchester City fordæmir rasisma í garð Lewis - Tveir handteknir
Lewis lætur vaða
Lewis lætur vaða
Mynd: EPA

Manchester City hefur gefið út yfirlýsingu eftir að í ljós kom að hinn ungi Rico Lewis varð fyrir kynþáttafordómum í leiknum gegn Sevilla í Meistaradeildinni í gær.


Lewis er aðeins sautján ára gamall en hann skoraði fyrsta mark City í 3-1 sigri liðsins í gær.

Félagið greinir frá því að tveir hafi verið handteknir í tengslum við málið.

„Við sættum okkur ekki við ismunun að neinu tagi á vellinum okkar. Við munum styðja Rico eftir þessa viðbjóðslegu uppákomu," segir í yfirlýsingu félagsins.

City mun aðstoða yfirvöld og Sevilla að rannsaka málið enn frekar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner