Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 03. nóvember 2022 20:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Moyes: Höfum ekki fengið tækifæri til að spila ungum leikmönnum
Mynd: EPA

West Ham er í góðum málum í Sambandsdeildinni en liðið er með fullt hús stiga fyrrir lokaumferðina og hefur tryggt sér sæti í 16 liða úrslitum.


David Moyes stjóri liðsins gefur tveimur ungum leikmönnum tækifæri í byrjunarliðinu en það eru þeir Oliver Scarles, 16 ára og Divin Mubama 18 ára.

Margir af lykilmönnum liðsins fá hvíld í kvöld en allir á bekknum eru óreyndir leikmenn undir 21 árs gamlir fyrir utan markvörðinn Darren Randolph sem er 35 ára gamall.

„Þetta eru ekki bara ungir leikmenn en það eru nokkrir sem byrja í kvöld. Við gefum þeim tækifæri og kannski fá fleiri tækifæri einnig. Við höfum ekki haft tækifæri til þess hingað til," sagði Moyes.

Leikur Steaua og West Ham er ný hafinn en með sigri verður West Ham fyrsta liðið til að vinna alla leikina í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner