Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 03. nóvember 2022 12:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur að Ziyech geti breytt miklu fyrir Tottenham
Hakim Ziyech.
Hakim Ziyech.
Mynd: EPA
Rafael van der Vaart, fyrrum landsliðsmaður Hollands, telur að Hakim Ziyech sé leikmaður sem geti breytt öllu fyrir Tottenham.

Van der Vaart þekkir Ziyech vel úr hollenska boltanum en hann lék áður fyrr með Ajax.

Hann hefur ekki náð að sýna sínar bestu hliðar með Chelsea, en Van der Vaart væri til að sjá leikmanninn spila með Tottenham. Hann segir að Tottenham geti unnið ensku úrvalsdeildina ef Ziyech kemur til félagsins.

„Ziyech verður að fara til Tottenham. Ef hann fer til Tottenham þá geta þeir unnið ensku úrvalsdeildina," sagði Van der Vaart í hollensku sjónvarpi í gær.

„Mér er alvara."

Tottenham fór síðast með sigur af hólmi í efstu deild á Englandi árið 1961. Liðið er í augnablikinu í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner