Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
   fim 03. nóvember 2022 23:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ten Hag: Við verðum að skora fleiri mörk

Manchester United vann 1-0 sigur á Real Sociedad í kvöld en þurfti tveggja marka sigur til að vinna riðilinn.


„Auðvitað viljum við vera í fyrsta sæti. Þegar við erum ekki þar erum við svekktir. En við unnum í kvöld og héldum markinu hreinu, bjuggum til frábær færi en við vorum í vandræðum í fremstu víglínu," sagði Ten Hag.

„Það er ljóst að við þurfum að vinna í því. Við verðum að skora fleiri mörk en svona er þetta."

Anthony Martial og Antony voru ekki með í kvöld vegna meiðsla og þá er Jadon Sancho veikur. Ten Hag segir að það vanti meiri breidd í sóknarlínuna.


Athugasemdir
banner
banner
banner