
Þýski sóknarmaðurinn Timo Werner verður fjarri góðu gamni þegar heimsmeistaramótið í Katar fer fram.
Hann er einn af fjölmörgum leikmönnum sem mun missa af mótinu vegna meiðsla.
Hann er einn af fjölmörgum leikmönnum sem mun missa af mótinu vegna meiðsla.
Hann meiddist í leik með Leipzig í Meistaradeildinni í gærkvöldi og er það ljóst að hann verður allavega frá út árið. Hann mun ekki spila meira á þessu ári.
Þetta er svekkjandi fyrir hann sjálfan og þýska landsliðið, en hann hefði eflaust alltaf verið í hópnum sem færi á mótið.
HM í Katar hefst 20. nóvember. Þýskaland er í riðli með Spáni, Kosta Ríku og Japan á mótinu.
Timo Werner joins a list of players who won't be playing at this year's World Cup, with many others at risk of missing the tournament in Qatar...
— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) November 3, 2022
➡️ https://t.co/Mz6VMZFyJ5 pic.twitter.com/RWi3K8Z5ef
Athugasemdir