Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mán 04. apríl 2022 11:34
Elvar Geir Magnússon
Jón Dagur kveður AGF - Þjálfaranum bannað að nota hann
Jón Dagur Þorsteinsson.
Jón Dagur Þorsteinsson.
Mynd: Getty Images
Jón Dagur á landsliðsæfingu.
Jón Dagur á landsliðsæfingu.
Mynd: KSÍ
Stig Inge Björnebye íþróttastjóri AGF bannaði David Nielsen, þjálfara liðsins, að nota Jón Dag Þorsteinsson í leik gegn Vejle í gær.

Athygli vakti að Jón Dagur var utan hóps í leiknum og nú hefur leikmaðurinn skrifað kveðju á Instagram þar sem hann kveður stuðningsmenn liðsins.

„David hefði viljað nota Jón en þetta er ákvörðun félagsins, ákvörðun sem ég tók. Þetta er pólitísk ákvörðun til að hjálpa liðinu að þróast. Vegna samningamála Jóns þá taldi ég að hann hefði staðið í vegi fyrir yngri leikmönnum í þessum leik," segir Björnebye við bold.dk.

Jón Dagur tók þá ákvörðun að framlengja ekki við AGF og var settur í frystikistuna í kjölfarið. Ljóst er að hann fer í nýtt félag í sumar og miðað við skrifin á Instagram er hann búinn að yfirgefa danska félagið.

„Þvílíkt ferðalag sem þetta var, takk fyrir allt saman. Þetta var ekki endirinn sem ég vildi en skiptir ekki máli, þetta er fótbolti. Það var sönn ánægja að spila fyrir ykkur, ótrúlegir stuðningsmenn," skrifaði Jón Dagur.

Jón Dagur er 23 ára og hefur skorað þrjú mörk í átján deildarleikjum á tímabilinu, auk þess hefur hann átt tvær stoðsendingar. AGF er áttunda sæti dönsku deildarinnar.

„Mér var boðinn nýr samningur en mér finnst vera kominn tími á að prófa eitthvað annað. Ég er búinn að vera í þrjú ár hjá AGF. Tímabilið í ár hefur verið vonbrigði, við erum búnir að vera lélegir, ekkert gengið hvorki fram á við né til baka," sagði Jón Dagur við íslenska fjölmiðla nýlega.

Hvert langar honum að fara?

„Ég er frekar opinn með það, ekki búinn að ákveða neitt og er þannig séð ekkert að stressa mig á þessu. Ég ætla að taka mér tíma í að velja næsta skref. Hvenær það mun verða mun koma í ljós, ég veit ekkki hvenær það verður. Mig langar að komast í lið sem spilar meiri fótbolta og hentar mér betur - það skiptir meira máli en landið. Á þessu tímabili erum við í AGF búnir að vera lélegir og búið að vera erfitt sem sóknarmaður."


Athugasemdir
banner
banner
banner