Nkunku til Barcelona? - Man Utd hefur áhuga á Osimhen - Díaz ánægður á Anfield
   fim 04. apríl 2024 12:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Breyting á hópnum daginn fyrir leik - „Kom í ljós að það er í raun ekkert að henni"
Icelandair
Sædís á æfingunni í dag.
Sædís á æfingunni í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson greindi frá því á fréttamannafundi í dag að Sædís Rún Heiðarsdóttir væri mætt í hópinn og væri klár í slaginn fyrir leikinn gegn Póllandi á morgun. Sædís var valin í upphaflega hópinn fyrir leikina gegn Póllandi og Þýskalandi en það þurfti að kalla inn leikmann í stað hennar þar talið var að hún gæti ekki spilað.

Málin þróuðust svo þannig að Sædís getur heldur betur spilað gegn Póllandi á morgun. Steini útskýrði málið nánar:

„Sædís er heil heilsu. Eftir myndatöku hérna heima kom í ljós að það er í raun ekkert að henni."

„Upplýsingarnar sem við fengum að utan sem við fengum um myndatökuna... hún fer ekki í bestu myndgreininguna og þeir gáfu sér það að hún væri með sprungu í beini. Hún er leikfær, ekkert að henni."

„Við höfum ekki verið margar örvfættar í hópnum undanfarið. Sædís kom inn í þetta síðasta haust og hefur staðið sig vel. Hún er til taks á morgun,"
sagði Steini.

Sædís er vinstri bakvörður sem lék með Stjörnunni síðustu ár og skrifaði undir hjá Vålerenga í Noregi í vetur. Hún er nítján ára og hefur spilað sjö landsleiki.

„Allar í hópnum eru heilar, allar klárar í að spila á morgun. Ég hef úr 24 leikmönnum að velja," sagði Steini.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 16:45 og fer fram á Kópavogsvelli.
Athugasemdir
banner
banner