
„Ég fékk högg í síðasta leik. Það er ekkert alvarlegt," sagði Birkir Bjarnason sem er ekki viss um það hvort hann verði klár fyrir leikinn gegn Liechtenstein á mánudagskvöld sem er síðasti æfingaleikur landsliðsins fyrir Evrópumótið sem fram fer í Frakklandi.
„Mikilvægast er að spila vel. Það skiptir ekki mjög miklu máli hvernig úrslitin verða. Það væri fínt fyrir sjálfstraustið að vinna síðsta leikinn fyrir mótið.
„Við vorum ekki nógu góðir í síðasta leik gegn Norðmönnum. Við erum hreinskilnir þegar við segjum það. Númer 1, 2 og 3 er að ná betri spilamennsku og fá inn það sem við höfum verið með í síðustu leikjum í undankeppninni.
„Ég býst við því að það verði fullur völlur. Ég trúi ekki öðru," sagði landsliðsmaðurinn og svissneski meistarinn, Birkir Bjarnason að lokum.
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir