fös 04. nóvember 2022 10:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alex Bergmann í Njarðvík (Staðfest)
Lengjudeildin
Mættur aftur í grænt. (Þessi treyja er reyndar blá).
Mættur aftur í grænt. (Þessi treyja er reyndar blá).
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvík tilkynnti í dag að Alex Bergmann Arnarsson hefði skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Alex kemur til Njarðvíkur frá Víkingi þar sem hann hefur verið samningsbundinn undanfarið eitt og hálft ár.

Alex hefur þó ekki spilað með Víkingi heldur verið lánaður til bæði Ólafsvíkur Víkinga og ÍR.

Þetta er í annað sinn sem Alex spilar með Njarðvík á sínum ferli því hann var þar á láni frá Fram fyrri hluta tímabilsins 2020. Þá lék hann sjö leiki með liðinu í 2. deild.

Njarðvík vann 2. deildina í sumar og verður því í Lengjudeildinni næsta sumar. Alex hefur á sínum ferli likið fjóra leiki í 4. deild (með Úlfunum), 37 leiki í 2. deild (með ÍR, Njarðvík og Fjarðabyggð) og tíu leiki í Lengjudeildinni (með Fram og Víkingi Ólafsvík).

Alex er 22 ára varnarmaður sem lék fjórtán leiki með ÍR í 2. deild í sumar. Alex er sonur Arnars Bergmanns Gunnlaugssonar sem er þjálfari Víkings.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner