Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 04. nóvember 2022 12:30
Elvar Geir Magnússon
Carragher segir að FIFA komi fram við leikmenn eins og þeir séu nautgripir
Raphael Varane.
Raphael Varane.
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher.
Jamie Carragher.
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher segir að það hafi verið glórulaus ákvörðun að spila HM á miðju tímabili. Hver leikmaðurinn á fætur öðrum er að detta í meiðsli í aðdraganda mótsins.

„Æskudraumar manna eru að eyðileggjast vegna ósæmilegrar tímasetningar á því sem ætti að vera mesta fótboltasýning jarðarinnar," skrifar Carragher í pistli í Telegraph.

Landsliðin fá engan undirbúningstíma í aðdraganda HM að þessu sinni og keppnin fer af stað viku eftir að hlé er gert á deildarkeppnum Evrópu.

„Finna þeir sem kusu um að spila HM á miðju tímabili til ábyrgðar? Auðvitað ekki. Í þeirra augum eru fremstu fótboltamenn heims eins og nautgripir. Þar sem þeir fái vel greitt eiga þeir bara að láta sig hafa þetta, sama hver andleg og líkamleg áhrif eru."

„Fulltrúar FIFA ættu að horfa á myndir af Raphael Varane yfirgefa völlinn í síðasta mánuði. Það á eftir að koma í ljós hversu alvarleg meiðsli hann eru og hann sagði í vikunni að hann ætti að geta náð sér til að vera með á mótinu. Vonum að það takist. En viðbrögð hans og tár segja sína sögu."

Carragher segir það ógeðslegt að leikmenn séu settar í þessa stöðu, að HM sé spilað þegar allir leikmenn eru búnir að vera í erfiðri dagskrá og spila mikilvæga leiki í öllum keppnum.

„Enginn leikmaður fær tíma til að jafna sig áður en haldið er á HM, þeir eru að spila fleiri mínútur en nokkru sinni fyrr og hver einasta svitaperla er kreist úr þeim," skrifar Carragher.

„Sjáum hversu krefjandi sumir af þeim leikjum sem eru framundan eru; Arsenal mætir Chelsea í Lundúnaslag og Liverpool ferðast til Tottenham um helgina. Barátta Virgil van Dijk við Harry Kane ætti að vera eitt mest spennandi einvígi tímabilsins. En ef annar þeirra eða báðir standa sig ekki í leiknum verður umræðan sú að þeir hafi verið að spara sig fyrir Holland og England."

Carragher telur að síðustu leikirnir fyrir HM hlé muni einkennast af því að leikmenn séu hræddir við að meiðast í aðdraganda stórmótsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner