Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   fös 04. nóvember 2022 19:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Conte ósáttur með fyrirkomulagið í kringum HM
Mynd: EPA

Antonio Conte stjóri Tottenham er alls ekki sáttur með fyrirkomulagið á þessari leiktíð. HM fer fram í Katar í lok nóvember en enska úrvalsdeildin hefst aftur aðeins viku eftir úrslitaleikinn.


Heung Min Son, Richarlison og Cristian Romero missa allir af leik liðsins gegn Liverpool um helgina. Þá eru þeir í hættu á að missa af HM.

„Þessi dagskrá er klikkuð, hversu oft heyrir maður talað um velferð leikmanna en þeir [FIFA] hafa engar áhyggjur af því miðað við hvernig fyrirkomulagið er," sagði Conte.

Þá er hann ósáttur við það hversu stutt líður á milli úrslitaleiksins og fyrsta leiksins í ensku úrvalsdeildinni eftir stórmótið.

„Við vissum að það væri klikkað að setja HM á meðan deildir og Meistaradeildin er í gangi. Það er mjög skritið að við byrjum að spila á Englandi þremur dögum eftir úrslitaleikinn. Við erum eina landið sem geriri það. Ítalía, Frakkland, Spánn, Portúgal og fleiri þjóðir gefa leikmönnum tækifæri á því að anda aðeins," sagði Conte.


Athugasemdir
banner
banner
banner