Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 04. nóvember 2022 20:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Enska sambandið áfrýjar sektinni sem Klopp fékk
Mynd: Getty Images

Enska knattspyrnusambandið hefur áfrýjað dómnum sem Jurgen Klopp fékk fyrir að veitast að öðrum aðstoðardómaranum í leik Liverpool gegn Manchester City í síðasta mánuði.


Margir bjuggust við að hann myndi fá bann en sjálfstæð eftirlitsnefnd dæmdi hann til að greiða 30 þúsund pund og hann fór ekki í bann.

„Enska knattspyrnusambandið getur staðfest að það hefur áfrýjað dómi eftirlitsnefndar sem kemur að máli Jurgen Klopp eftir að hafa skoðað skýrslur," segir í yfirlýsingu sambandsins.

Hingað til hefur hann getað stýrt Liverpool liðinu á hliðarlínunni en það er spurning hvort það muni breytast og hann fari í bann.


Athugasemdir
banner
banner
banner