fös 04. nóvember 2022 11:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Haft eftir fjölmörgum heimildarmönnum að Liverpool leiði kapphlaupið
Jude Bellingham.
Jude Bellingham.
Mynd: Getty Images
Það verður mikil barátta um miðjumanninn Jude Bellingham næsta sumar. Það er alveg ljóst.

Talað hefur verið um að ensku úrvalsdeildarfélögin Manchester City, Liverpool og Chelsea muni öll leggja áherslu á að reyna að fá miðjumanninn næsta sumar.

Það verður hart barist um þennan 19 ára gamla enska landsliðsmann en spænska stórliðið Real Madrid mun einnig reyna við hann.

En samkvæmt fjölmörgum heimildarmönnum ESPN þá er það Liverpool sem leiðir kapphlaupið.

Dortmund ætlar að biðja um 150 milljónir evra fyrir Bellingham og verður hann þá með dýrustu leikmönnum sögunnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner