Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 04. nóvember 2022 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hákon fór heim í tölvuleik eftir að hafa skorað í Meistaradeildinni
Hákon Arnar fagnar markinu gegn Dortmund.
Hákon Arnar fagnar markinu gegn Dortmund.
Mynd: Getty Images
Hákon Arnar Haraldsson skoraði og var valinn maður leiksins þegar FC Kaupmannhöfn gerði jafntefli gegn þýska stórliðinu Borussia Dortmund í riðlakeppni Meistaradeildarinnar fyrr í þessari viku.

Hákon, sem er 19 ára gamall Skagamaður, jafnaði metin fyrir FCK í leiknum.

Markið var laglegt en hann átti gott samspil með Viktor Claesson áður en hann lagði boltann framhjá Gregor Kobel í markinu.

„Það er bara geðveikt, ég er þvílíkt stoltur af honum, búinn að alast upp með honum og við erum mjög góðir vinir í dag. Þetta er toppgæi sem er að uppskera eftir því sem hann er búinn að setja niður," sagði Oliver Stefánsson, vinur Hákonar, í samtali við Fótbolta.net í gær.

Hákon er alveg rólegur þrátt fyrir þetta stóra augnablik en hann fór beint heim í tölvuleik að leik loknum á Parken.

„Við erum svolítið duglegir að spila tölvuleiki saman og höfum gaman að því strákarnir. Við kíkjum stundum saman í tölvuna eftir leiki. Það er gaman að því," sagði Oliver að lokum en þeir fóru saman í Minecraft.
Oliver á leiðinni aftur til Norrköping - „Alltaf beðið eftir þessari upplifun"
Athugasemdir
banner
banner
banner