Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 04. nóvember 2022 21:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kristian hetja varaliðs Ajax í markaleik - Aron með tvö af vítapunktinum
Aron Sigurðarson
Aron Sigurðarson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristian Hlynsson
Kristian Hlynsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Kristian Nökkvi Hlynsson var hetja varalðis Ajax þegar liðið mætti Dordrecht í næst efstu deild í Hollandi í markaleik í kvöld.


Kristian kom Ajax yfir snemma leiks en Dordrecht svaraði með tveimur mörkum fyrir lok fyrri hálfleiks. Ajax náði aftur forystunni snemma í síðari hálfleik en Dordrecht jafnaði metin þegar um hálftími var eftir að leiknum.

Ajax og Kristian voru ekki búin að segja sitt síðasta en hann tryggði liðinu stigin þrjú þegar hann kom boltanum í netið þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Ajax er í 10. sæti með 19 stig eftir 14 leiki.

Kristófer Ingi Kristinsson kom inn á undir lokin í 3-2 endurkomusigri Venlo gegn Den Haag. Venlo er í 7. sæti með 21 stig. Hildur Antonsdóttir lék 20 mínútur fyrir Sittard í 5-0 sigri liðsins á Excelsior í efstu deild kvenna í Hollandi. Sittard er með 15 stig í þriðja sæti eftir 7 leiki.

Andri Fannar Baldursson kom ekkert við sögu í 1-0 sigri NEC Nijmegen á Cambuur í efstu deild karla. NEC er með 14 stig í 10. sæti eftir þrettán leiki.

Aron kaldur á vítapunktinum - Atli og Rúnar töpuðu.

Aron Sigurðarson skoraði tvö mörk af vítapunktinum í óvæntum 5-1 sigri Horsens gegn Randers. Horsens er í 9. sæti dönsku deildarinnar með  21 stig en Randers er aðeins með tveimur stigum meira í 3. sæti.

Íslendingaliðin Silkeborg, FCK, AGF og Midtjylland eru öll fyrir ofan Horsens, einnig með 21 stig.

Atli Barkarson lék allan leikinn fyrir Sonderjyske í 1-0 tapi liðsins gegn F. Amager í næst efstu deild. Sonderjyske er með 27 stig í 3. sæti.

Rúnar Alex Rúnarsson var í marki Alanyaspor sem tapaði 3-1 gegn Umraniyespor í tyrknesku deildinni. Alanyaspor er með 16 stig í 9. sæti eftir 13 leiki.


Athugasemdir
banner
banner