Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 04. nóvember 2022 20:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lampard um Rodgers: Við göngum öll í gegnum erfiða tíma
Mynd: EPA

Everton og Leicester mætast í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Bæði lið hófu tímabilið afar illa en hafa aðeins verið að sækja í sig veðrið að undanförnu.


Leicester er enn í fallsæti en Everton er komið upp í 12. sæti deildarinnar. Frank Lampard stjóri Everton hefur trú á því að Brendan Rodgers nái að snúa blaðinu við hjá Leicester.

„Hann hefur unnið titla hjá Celtic, stýrt félagi á borð við Liverpool og vann næstum því deildina. Hann hefur bætt leikmenn. Hann hefur það allt saman. Við göngum öll í gegnum erfiða tíma og þetta er fyrsta alvöru áskorunin hans hjá Leicester. Sem utanaðkomandi aðili leit út fyrir að þeir væru bjartsýnir að þeir myndu snúa þessu við," sagði Lampard.

„Þeir eru að komast á þann stað sem þeir voru og því verður þetta erfiður leikur fyrir okkur."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner