Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
   fös 04. nóvember 2022 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lascelles má fara frá Newcastle

Jamal Lascelles fyrirliði Newcastle má fara frá félaginu í janúar en þessi 28 ára gamli miðvörður hefur ekki verið í stóru hlutverki á þessari leiktíð.


Hann hefur aðeins leikið fimm leiki og þar af verið tvisvar í byrjunarliðinu. Dan Burn og Fabian Schar hafa spilað mest í miðverði hjá félaginu á þessari leiktíð.

Hann er ekki í framtíðarplönum Eddie Howe og samkvæmt heimildum Football Insider má hann yfirgefa félagið í janúar.

Hann hefur leikið með Newcastle frá 2014 en Rafa Benitez þáverandi stjóri liðsins gerði hann að fyrirliða árið 2016.


Athugasemdir
banner
banner