Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 04. nóvember 2022 17:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leeds skipað að borga 21 milljón evra fyrir mann sem spilaði þrjá leiki
Jean-Kevin Augustin.
Jean-Kevin Augustin.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Leeds United þarf að borga RB Leipzig í Þýskalandi 21 milljón evra fyrir sóknarmanninn Jean-Kevin Augustin.

Íþróttadómstóllinn CAS felldi niðurstöðu í málinu í dag.

Leeds fékk Augustin á láni í janúar 2020 og var samið um það að enska félagið myndi svo borga Leipzig 21 milljón evra fyrir hann að lánssamningnum loknum - ef Leeds myndi vinna sér sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Leeds tókst að komast upp í ensku úrvalsdeildina eftir að tímabilinu 2019/20 var haldið áfram í kjölfarið á Covid-pásu.

Augustin floppaði hjá Leeds og spilaði aðeins þrjá leiki fyrir félagið. Leeds taldi sig geta komist undan því að borga kaupverðið þar sem deildin endaði ekki á réttum tíma út af Covid. Félagið reyndi því að gera ákvæðið í samningnum ógilt, en það tókst ekki.

Augustin varð félagslaus eftir tímabilið 2020 þar sem hvorki Leeds né Leipzig gengust við því að hann væri þeirra leikmaður. FIFA gaf það út að hann væri félagslaus fyrst það væri þannig. Hann er í dag leikmaður Leipzig.

Leeds þarf því að borga 21 milljón evra fyrir leikmann sem kom við sögu í þremur leikjum hjá félaginu.


Athugasemdir
banner
banner
banner