Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fös 04. nóvember 2022 12:00
Elvar Geir Magnússon
Milner þarf að bíða lengur eftir 600. leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur staðfest að James Milner muni ekki leika gegn Tottenham á sunnudag eftir að hafa fengið höfuðhögg.

Þessi reynslumikli leikmaður fékk höfuðhögg og getur ekki leikið um helgina.

Leikurinn hefði verið 600. leikur Milner í ensku úrvalsdeildinni en hann þarf að bíða eitthvað lengur með að ná þeim áfanga.

Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, er klár í leikinn á sunnudag en hann var ekki með í sigrinum gegn Napoli í Meistaradeildinni í vikunni.

Liverpool er í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar en Tottenham í því þriðja.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner