Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 04. nóvember 2022 11:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
'Murderball' hjá Óskari það erfiðasta sem Ísak hefur gert
Óskar með skjöldinn.
Óskar með skjöldinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær Þorvaldsson, besti leikmaður Bestu deildarinnar, var gestur síðasta þætti af Innkastinu þar sem hann fór yfir tímabilið.

Hann gekk í raðir Breiðabliks fyrir tímabilið og var algjörlega frábær í langbesta liði landsins.

Ísak talaði nokkuð mikið um þjálfara Breiðabliks - Óskar Hrafn Þorvaldsson og Halldór Árnason - í þættinum. Þeir spiluðu gífurlega stóra rullu í þessum frábæra árangri Blika.

Ísak segir að þeir séu frábærir þjálfarar og talaði um það að hann hefði barist fyrir því að fá sig í Blika. Í þættinum fór Ísak yfir það að hann fékk að kynnast erfiðum æfingum hjá Óskar í vetur.

„Það er miklu meiri ákefð á æfingum hjá Blikum... þetta 'murderball' dæmi er það erfiðasta sem ég hef gert," sagði Ísak. „Óskar elskar það á undirbúningstímabilinu. Það er ógeðslega erfitt."

Hvað er þetta 'murderball' nákvæmlega?

„Við erum að spila á stórum velli, en boltinn fer aldrei úr leik. Þú átt að sækja stanslaust. Ef boltinn fer úr leik þá kemur annar bolti á miðjuna og þú keyrir í sókn eða til baka... þú stoppar ekki neitt í fjórar, fimm mínútur. Svo eru kannski sex sett af þessu."

Marcelo Bielsa vann mikið með þessa æfingu hjá Leeds og Óskar Hrafn hefur líka gert það í Breiðabliki. Það hefur virkað vel fyrir liðið.

Hér fyrir neðan má hlusta á umræðuna í heild sinni en þar fer Ísak meira yfir tímabilið sitt og það sem er framundan.


Innkastið - Sá besti gestur í lokaþætti ársins
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner