Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 04. nóvember 2022 14:00
Elvar Geir Magnússon
Tan Hag: Ég veit vel hvað Van de Beek getur
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, segir að miðjumaðurinn Donny van de Beek eigi sér framtíð hjá félaginu.

Hollendingurinn spilaði tæplega klukkutíma í sigurleiknum gegn Real Sociedad í Evrópudeildinni í gær. Hann hefur ekki spilað svo mikið í einum leik fyrir United síðan í desember.

Hann hefur verið á Old Trafford í tvö og hálft ár en aðeins byrjað fjóra úrvalsdeildarleiki. Ten Hag segist meðvitaður um að það þurfi að taka ákvörðun um framtíð leikmannsins einn daginn.

„En það verður ekki gert núna. Hann hátti gott undirbúningstímabil en meiddist síðan. Í síðustu viku kom hann af bekknum og gerði mjög vel og þetta var fín frammistaða gegn Sociedad," segir Ten Hag.

„Ég þekki hann mjög vel og veit að hann getur gert enn betur. Hann skilaði því sem ég bjóst við varðandi pressu og tengingar en hann getur verið meiri ógn fyrir framan mark andstæðingana."
Athugasemdir
banner
banner
banner