ÍBV tilkynnti í dag að Todor Hristov væri tekinn við kvennaliði félagsins. Todor skrifar undir þriggja ára samning við ÍBV en hann hefur síðustu tvö ár þjálfað yngri flokka félagsins.
Jonathan Glenn, sem þjálfaði kvennaliðið í sumar, var sagt upp hjá ÍBV í síðasta mánuði og er hægt að lesa meira um það mál hér.
Jonathan Glenn, sem þjálfaði kvennaliðið í sumar, var sagt upp hjá ÍBV í síðasta mánuði og er hægt að lesa meira um það mál hér.
Todor kom til Íslands árið 2014, lék fyrst með Víkingi Reyjavík áður en hann flutti austur á Vopnafjörð og lék með Einherja í sex tímabil áður en hann svo flutti til Eyja.
„Hann hefur vakið verskuldaða athygli innan félagsins og víðar fyrir aðferðir sínar og metnað sem þjálfari. Við viljum bjóða Todor hjartanlega velkominn í nýtt starf um leið og við óskum honum til hamingju. Knattspyrnuráð ÍBV bindur miklar vonir við þessa ráðningu og hlakkar til samstarfsins," segir í frétt á ÍBVsport.
ÍBV endaði í 6. sæti Bestu deildarinnar í sumar, sautján stigum fyrir ofan fallsæti og átta stigum frá Meistaradeildarsæti.
Athugasemdir