Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 04. nóvember 2022 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Xavi skilur ákvörðun Pique - „Það kom líka fyrir mig"
Gerard Pique og Xavi í leik með Barcelona
Gerard Pique og Xavi í leik með Barcelona
Mynd: Getty Images

Gerard Pique leggur skóna á hilluna eftir leik Barcelona og Almeria annað kvöld. Xavi, stjóri Barcelona segist skilja ákvörðun varnarmannsins.


„Hann á skilið alla þessa ást frá stuðningsmönnum Barcelona. Ég hef þekkt hann sem samherja og sem stjóri. Hann hefur ákveðið að segja þetta gott og ég skil það fullkomlega. Honum finnst hann ekki eins mikilvægur, það kom líka fyrir mig," sagði Xavi.

Óvíst er hvort eða hversu mikið Pique mun taka þátt í leiknum um helgina en Xavi vildi ekki gefa neitt upp. Pique hefur aðeins tekið þátt í 9 leikjum á þessari leiktíð.

Síðasti leikur Barcelona fyrir HM er gegn Osasuna á þriðjudaginn en Xavi segist ætla funda með félaginu og ræða hvernig skal fylla skarð Piqe en Inigo Martinez, varnarmaður Athletic Bilbao hefur verið orðaður við félagið.


Athugasemdir
banner
banner