Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 04. nóvember 2022 20:48
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Zouma tjáir sig um kattarmálið - „Ég sé mikið eftir þessu"
Mynd: EPA
Í febrúar á þessu ári fór myndband á flug um samfélagsmiðla af Kurt Zouma varnarmanni West Ham að sparka í köttinn sinn. Hann var sektaður af West Ham um tveggja vikna laun fyrir atvikið.

Þetta reitti marga til reiði en Zouma hefur tjáð sig um málið.

„Þetta hefur verið erfiður tími fyrir mig og fjölskylduna mína. Ég gerði hræðilega hluti og ég afsaka það aftur. Ég veit að það var erfitt fyrir fólk að horfa á þetta en ég er miður mín," sagði Zouma.

„Ég sé mikið eftir þessu og er að reyna að horfa fram á veginn með fjölskyldunni, ég hef lært af þessu. Fjölskyldan hefur hjálpað mér að einbeita mér af fótboltanum og ég reyni að vera ánægður."

Hann þakkar West Ham og stuðningsmönnum félagsins fyrir stuðninginn.

„Stuðningurinn sem ég hef fengið frá samherjum, starfsliði og öllum hjá félaginu og jafnvel stuðningsmönnum hefur verið ótrúlegur. Ég get ekki þakkað þeim nógu mikið fyrir. Þetta félag er eins og fjölskylda," sagði Zouma.


Athugasemdir
banner
banner
banner