Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 05. maí 2023 11:10
Elvar Geir Magnússon
Sterkastur í 5. umferð - Fullkominn dagur á skrifstofunni
Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Sigurður Egill Lárusson.
Sigurður Egill Lárusson.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Siggi Lár var frábær í vinstri bakverðinum hjá Val í kvöld og var upp og niður vinstri vænginn. Lagði upp tvö og skoraði eitt sjálfur. Fullkominn dagur á skrifstofunni hjá Sigga Lár í kvöld,“ skrifaði Anton Freyr Jónsson fréttamaður Fótbolta.net í skýrslu sinni um 6-1 sigur Vals gegn Fylki.

Hinn 31 árs gamli Sigurður Egill Lárusson var funheitur í leiknum, skoraði eitt mark og lagði upp tvö. Í Innkastinu var markið hans kallað 'Özil mark' en það má sjá hér að neðan.

Sigurður Egill hefur verið valinn leikmaður 5. umferðar í boði Steypustöðvarinnar.

„Mér fannst fyrri hálfleikurinn virkilega góður hjá okkur. Við fengum fullt af færum og vorum að spila virkilega vel," sagði Sigurður Egill eftir leik, Valsmenn voru 4-0 yfir í hálfleik.

„Seinni hálfleikur var meira fram og til baka og við hefðum mátt halda meira í boltann. En heilt yfir var þetta fínt. Ég er virkilega ánægður með leik minn og liðsins í dag."

Valur jafnaði topplið Víkings að stigum með sigrinum í kvöld en Víkingur á leik til góða. Næsti leikur Valsmanna er gegn KR.

„Ég er virkilega ánægður með þessa byrjun. KR - Valur eru alltaf erfiðir leikir og þetta verður erfiður leikur á mánudaginn."

Markið hjá Sigga Lár:

Innkastið - Ferskir vindar verða fárviðri og Lengjuspáin
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner