„Ég er ekki ánægður með spilamennskuna í kvöld,"> sagði þjálfari Víkings R. Milos Milojevic eftir 2-1 tap liðsins gegn Fjölni í 7. umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld.
Eftir markalausan fyrri hálfleik og markalausar 37 mínútur í seinni hálfleik skoruðu Fjölnismenn fyrsta mark leiksins og í kjölfarið kom annað mark frá þeim. Víkingar minnkuðu muninn í uppbótartíma en þar við sat.
Eftir markalausan fyrri hálfleik og markalausar 37 mínútur í seinni hálfleik skoruðu Fjölnismenn fyrsta mark leiksins og í kjölfarið kom annað mark frá þeim. Víkingar minnkuðu muninn í uppbótartíma en þar við sat.
Lestu um leikinn: Fjölnir 2 - 1 Víkingur R.
„Fyrir mér voru sex leikmenn tilbúnir að spila þennan leik og hinir fjórir ekki. Ég hélt að það myndi eitthvað gerast með breytingum en það gerðist því miður ekki. Þær breytingar voru í rauninni neyðarbreytingar. Menn sem eru á bekknum vilja spila og væntanlega eru allir ósáttir við að vera á bekknum og þeir eiga að koma sterkari inná," sagði Milos sem viðurkenndi að ef það mætti, þá hefði hann gert fleiri breytingar á liðinu sínu í leiknum.
Hann kláraði allar breytingar sínar eftir rúmlega klukkutíma leik.
„Það er ekki leyfilegt að gera fleiri breytingar í knattspyrnu. En ef ég væri í körfubolta þá hefði ég gert fleiri og oftar breytingar."
Hann viðurkenndi að hann hafi áhyggjur af sóknarleik liðsins.
„Það voru 5-6 sóknarmenn inná en það gerist ekki neitt. Varnarmenn Fjölnis lásu þá frá A-Ö og eiga hrósskilið fyrir það."
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir