Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
   lau 05. nóvember 2022 16:28
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Everton og Leicester: Lampard gerir eina breytingu - Rodgers tvær

Kvöldleikurinn á Englandi í dag verður viðureign Everton og Leicester en liðin mætast á Goodison Park í Liverpool borg.


Everton hefur verið að spila nokkuð vel á þessari leiktíð en Frank Lampard er búinn að koma varnarleiknum í gott stand. Hins vegar hefur liðið átt í brasi með að skora mörk á þessari leiktíð.

Eftir afleita byrjun hjá Leicester á tímabilinu hefur liðið verið að bíta frá sér að undanförnu og því má búast við athyglisverðum leik á eftir.

Frank Lampard, stjóri Chelsea, gerir eina breytingu á liði sínu sem gerði markalaust jafntefli gegn Fulham. Dwight McNeil kemur inn í liðið fyrir Anthony Gordon.

Brendan Rodgers, stjóri Leicester, gerir tvær breytingar á sínu liði. Jamie Vardy og Caglar Soyuncu detta úr liðinu en inn koma þeir Patson Daka og Boubakary Soumare.

Everton: Pickford, Coleman, Tarkowski, Coady, Mykolenko, Gueye, Onana, Iwobi, Gray, McNeil, Calvert-Lewin
(Varamenn: Begovic, Patterson, Holgate, Keane, Gordon, Doucoure, Maupay, Davies, Garner.)

Leicester: Ward, Castagne, Faes, Amartey, Justin, Dewsbury-Hall, Soumare, Tielemans, Maddison, Barnes, Daka.
(Varamenn: Iversen, Vardy, Albrighton, Iheanacho, Perez, Vestergaard, Mendy, Ndidi, Thomas)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner