
Ben Chilwell, bakvörður Chelsea og enska landsliðsins, mun missa af HM í Katar en þetta staðfesti Chelsea í dag.
Chilwell fór í myndatöku og þar kom í ljós að hann verður frá vellinum í langan tíma.
Enski landsliðsmaðurinn meiddist aftan í læri í sigri Chelsea gegn Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni í vikunni en margir af bakvörðum Englands eru að meiðast rétt fyrir mót.
Reece James og Kyle Walker eru mjög tæpir á að ná mótinu en talið var að Chilwell yrði í loka hópnum ásamt Luke Shaw í vinstri bakvarðar stöðunni.
Chilwell er 25 ára og hefur leikið 17 landsleiki fyrir England.
Athugasemdir