Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 05. nóvember 2022 18:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Cooper ósáttur með misræmi í dómgæslunni
Mynd: EPA

Steve Cooper stjóri Nottingham Forest var með blendnar tilfinningar eftir jafntefli liðsins gegn Brentford í dag.


Forest jafnaði metin á sjöttu mínútu uppbótartíma en Zanka skoraði þá sjálfsmark. Bryan Mbeumo skoraði í uppbótartíma fyrri hálfleiks úr vítaspyrnu fyrir Brentford en Cooper var ekki sáttur með dóminn.

„Mér finnst að fyrst hann gefur þessa vítaspyrnu þá á hann að gefa okkur þrjár. Okkur fannst vera farið illa með okkur í þessum atvikum, kerfið brást dómaranum," sagði Cooper.

Andre Marriner dómari fór í skjáinn til að dæma vítið en skoðaði ekki hin atvikin.

„Mér fannst þetta ekki vera víti. Ég talaði við dómarann og hann vissi að Henderson hafi snert boltann. Mér finnst bara að fyrst hann skoðaði þetta að þá verði hann að skoða hin þrjú atvikin sem ég nefndi," sagði Cooper.


Athugasemdir
banner
banner
banner