Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 05. nóvember 2022 14:40
Aksentije Milisic
Diljá hjálpaði Norrköping að komast upp um deild - Glódís skoraði
Diljá Ýr.
Diljá Ýr.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís Perla í baráttunni.
Glódís Perla í baráttunni.
Mynd: Getty Images

Lokaumferðirnar voru spilaðar í kvennaboltanum í Svíþjóð í dag og voru þónokkrir íslendingar í eldlínunni.


Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengard unnu öruggan sigur gegn Brommapojkarna en Rosengard var búið að tryggja sér titilinn og endaði með sjö stiga forystu á toppnum.

Elísabetar Gunnarsdóttir og liðið hennar, Kristianstad, vann öruggan sigur á Umea en gestirnir féllu niður um deild eftir þessi úrslit.

Amanda Andradóttir og Emelía Óskarsdóttir spiluðu báðar hjá Kristianstad en Emelía kom inn á sem varamaður eftir um klukkutíma leik. Kristianstad endaði í 4. sæti deildarinnar.

Berglind Rós Ágústsdóttir var í byrjunarliðinu hjá KIF Örebro en liðið gerði jafntefli gegn Linköpings og þá spilaði Hlín Eiríksdóttir allan leikinn fyrir Pitea sem lagði Eskilstuna að velli.

Diljá Ýr Zomers, sem kom til Norrköping á láni frá Hacken í glugganum, hjálpaði Norrköping að komast upp um deild en liðinu hefur gengið frábærlega síðan Diljá kom til liðsins.

Hún skoraði fjögur mörk fyrir liðið sem vann tíu leiki af ellefu eftir að hún koma.

Í Þýskalandi skoraði Glódís Perla Viggósdóttir eitt mark í 3-0 sigri á Freiburg í þýsku úrvalsdeildinni. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er enn meidd og var ekki með í dag og þá var Cecilía Rán Rúnarsdóttir allan tímann á bekknum.

Bayern er í öðru sæti deildarinnar sem stendur.

Þá var Berglind Björg Þorvaldsdóttir ekki í leikmannahópi PSG sem gerði 2-2 jafntefli gegn Montpellier.


Athugasemdir
banner
banner
banner