Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 05. nóvember 2022 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guardiola kaldhæðinn: Ég er með stærsta egóið í Man City
Mynd: EPA

Zlatan Ibrahimovic gagnrýndi Pep Guardiola stjóra Manchester City harkalega. Hann sagði að stjórinn liti alltof stórt á sig.


„Getur Guardiola gert hann að betri leikmanni? Það fer eftir egóinu hjá Guardiola. Ef hann ætlar að vera stærri en Haaland eða ekki, hann hvorki mér né öðrum að vera jafn stór," sagði Zlatan.

Guardiola var spurður út í þessi ummæli á blaðamannafundi og hann sló á létta strengi.

„Hann hefur rétt fyrir sér, hér í þessu félagi er enginn með stærra egó en ég. Ég fíla það ekki þegar Haaland skorar þrennu, hann fær alla athyglina, ég er svo afbrýðissamur, í alvöru, svo afbrýðissamur. Ég sagði; Erling, plís ekki skora meira, annars tala Sun og Daily Mail ekkert um mig," sagði Guardiola í gríni.


Athugasemdir
banner