Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
   lau 05. nóvember 2022 22:12
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Giroud rekinn af velli eftir að hafa skorað sigurmarkið
Olivier Giroud missti sig í gleðinni
Olivier Giroud missti sig í gleðinni
Mynd: EPA
Osimhen er svakalegur markaskorari
Osimhen er svakalegur markaskorari
Mynd: EPA
AC Milan og Spezia áttust við í lokaleik ítölsku deildarinnar í kvöld. Theo Hernandez sá til þess að Milan var með 1-0 forystu í hálfleik.

Daniel Maldini jafnaði metin eftir tæplega klukkutíma leik en Olivier Giroud tryggði AC Milan stigin þrjú með marki á síðustu mínútunni í venjulegum leiktíma.

Hann fagnaði af mikilli innlifun, með því að fara úr treyjunni, hann hefði betur sleppt því þar sem hann var búinn að fá spjald áður og fékk því sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Mikael Egill Ellertsson kom inn á sem varamaður hjá Spezia þegar um 20 mínútur voru til leiksloka.

Fyrr í kvöld mættust tvö efstu lið deildarinnar, Atalanta og Napoli. Fyrir leikinn var Napoli með fimm stiga forystu á Atalanta og gat því komið sér í þægilega stöðu með sigri.

Ademola Lookman kom Atalanta yfir með marki úr vítaspyrnu en Victor Osimhen og Eljif ELmas sáu til þess að Napoli var yfir í hálfleik. Napoli hélt fengnum hlut í síðari hálfleik og 2-1 sigur því staðreynd.

AC Milan fór upp fyrir Atalanta í 2. sæti deildarinnar með sínum sigri en Napoli er með sex stiga forystu á toppi deildarinnar. Spezia er í 17. sæti með 9 stig, þrem stigum frá fallsæti.

Öll úrslit og markaskorar í leikjum dagsins:

Atalanta 1 - 2 Napoli
1-0 Ademola Lookman ('19 , víti)
1-1 Victor Osimhen ('23 )
1-2 Eljif Elmas ('35 )

Empoli 1 - 0 Sassuolo
1-0 Tommaso Baldanzi ('64 )

Milan 2 - 1 Spezia
1-0 Theo Hernandez ('21 )
1-1 Daniel Maldini ('59 )
2-1 Olivier Giroud ('89 )
Rautt spjald: Olivier Giroud, Milan ('90)

Salernitana 2 - 2 Cremonese
1-0 Krzysztof Piatek ('3 )
1-1 David Okereke ('12 )
2-1 Lassana Coulibaly ('38 )
2-2 Daniel Ciofani ('89 )
2-2 Daniel Ciofani ('90 , Misnotað víti)


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 28 18 7 3 63 27 +36 61
2 Napoli 28 18 6 4 45 23 +22 60
3 Atalanta 28 17 7 4 63 26 +37 58
4 Juventus 28 13 13 2 45 25 +20 52
5 Lazio 27 15 5 7 49 35 +14 50
6 Bologna 28 13 11 4 44 34 +10 50
7 Roma 28 13 7 8 43 30 +13 46
8 Fiorentina 28 13 6 9 43 30 +13 45
9 Milan 28 12 8 8 42 32 +10 44
10 Udinese 27 11 6 10 34 37 -3 39
11 Torino 28 8 11 9 33 34 -1 35
12 Genoa 28 7 11 10 26 36 -10 32
13 Como 28 7 8 13 34 44 -10 29
14 Cagliari 28 6 8 14 28 43 -15 26
15 Verona 28 8 2 18 28 58 -30 26
16 Lecce 28 6 7 15 20 46 -26 25
17 Parma 28 5 9 14 34 48 -14 24
18 Empoli 28 4 10 14 23 45 -22 22
19 Venezia 28 3 10 15 23 42 -19 19
20 Monza 28 2 8 18 23 48 -25 14
Athugasemdir
banner