Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 05. nóvember 2022 12:20
Aksentije Milisic
Klopp ósáttur: Það er öllum sama um leikmennina
Mynd: EPA
Chilwell tognaði hjá Chelsea um síðustu helgi.
Chilwell tognaði hjá Chelsea um síðustu helgi.
Mynd: Getty Images

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er mjög ósáttur með að HM í Katar byrji strax eftir að enska úrvalsdeildin fer í hlé. Hann segir að öllum sé sama um leikmennina og hvernig félögin þurfi að takast á við þetta allt saman.


Margir leikmenn hafa verið að meiðast að undanförnu og missa þar af leiðandi af HM en Jamie Carragher, sérfræðingur á Sky Sports, gagnrýndi þetta harðlega um daginn.

Carragher sagði þá að margir leikmenn vinna að því allt sitt líf til að spila á HM en nú séu margir leikmenn að missa af mótinu vegna þess að þeir togna aðeins eða eitthvað því um líkt. Þetta ætti ekki að vera svona.

„Þessi vandamál voru augljós en það var ekkert sagt fyrr en það styttist í mót. Menn eru að meiðast og munu missa af mótinu, svoleiðis gerist á löngu tímabili," sagði Klopp á blaðamannafundi.

„Ég hata þetta umræðuefni. Öllum er sama um okkur en við þurfum að takast á við þetta. Á ég að spyrja leikmennina fyrir leikina gegn Southampton eða Derby County hvort þeir virkilega vilji spila?"

„Við berum öll ábyrgð á því að hafa leyft þessu að gerast í fyrsta lagi. Nú þegar það er byrjað að gerast þá verðum við að taka því. Það er skelfilegt fyrir leikmennina sem meiðast og geta ekki spilað. En hvernig eigum við að breyta því?“

Tottenham og Liverpool mætast á morgun klukkan 16:30 í ensku úrvalsdeildinni.


Athugasemdir
banner
banner