Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
   lau 05. nóvember 2022 10:20
Aksentije Milisic
Liverpool leiðir kapphlaupið um Bellingham - Man Utd skoðar markvörð
Powerade
Hvar endar þessi?
Hvar endar þessi?
Mynd: EPA
Man Utd hefur áhuga.
Man Utd hefur áhuga.
Mynd: EPA
Kvaradonna.
Kvaradonna.
Mynd: EPA

Bellingham, Martinez, Costa, Skriniar, Zaha, Almiron og fleiri góðir eru í slúðurpakka dagsins. BBC tók allt það helsta saman.
_______________________


Liverpool leiðir kapphlaupið um hinn eftirsótta Jude Bellingham (19) miðjumann Dortmund. Chelsea, Manchester City, Manchester United og Real Madrid eru öll á eftir kauða. (ESPN)

Patrick Vieira, stjóri Crystal Palace, segir að sögusagnir um að Wilfried Zaha (29) gæti verið á leið frá félaginu trufli leikmanninn ekkert og að hann sé með fulla einbeitingu á Palace. Hann verður samningslaus næsta sumar. (Press association)

Barcelona ætlar að kaupa nýjan miðvörð í sumar til að fylla í skarð Gerard Pique en hann er að leggja skónna á hilluna. Ingio Martinez (31) varnarmaður Athetlic Bilbao gæti orðið sá leikmaður. (Mundo Deportivo)

Þegar Pique hættir gæti losnað peningur til þess að kaupa Bernardo Silva (28) frá Manchester City en Börsungar voru nálægt því að fá hann til liðsins síðasta sumar. (Sport)

Manchester United hefur skoðað Diogo Costa (23), markvörð Porto nokkrum sinnum í vetur. Erik ten Hag segir að hann komi til greina sem markvörður Man Utd. (90min)

Ten Hag ætlar ekki að afskrifa Donny van de Beek strax en hann segir að þessi 25 ára gamli miðjumaður geti mun betur. (Athletic)

Youri Tielemans, miðjumaður Leicester, mun líklega ekki yfirgefa Leicester í janúar mánuði þrátt fyrir að hann verði samningslaus næsta sumar. Hann hefur mikið verið orðaður við Arsenal og Newcastle United. (Leicester Mercury)

Inter Milan er að reyna að gera allt sem það getur til þess að halda Milan Skriniar (27) hjá félaginu. Stórt félag í ensku úrvalsdeildinni hefur áhuga á kappanum. (90min)

Newcastle United mun hlusta á tilboð í Jamaal Lascelles (28). (Football Insider)

Manchester United, Southampton og Arsenal höfðu öll áhuga á Miguel Almiron áður en Newcastle United tók hann. Núna er þessi 28 ára gamli leikmaður að spila frábærlega fyrir liðið. (Manchester Evening News)

Khvicha Kvaratskhelia, 21 árs gamall leikmaður Napoli, mun kosta í kringum 100 milljónir evra en hann verður ekki til sölu í janúar. (Fabrizio Romano)

Reece James, 22 ára leikmaður Chelsea, hefur trú á því að hann verði valinn í enska landsliðshópinn sem fer á HM þrátt fyrir að hann eigi við meiðsli að stríða. (Evening Standard)

Chelsea er tilbúið að binda enda á lánssamning Denis Zakaria og vill félagið senda þennan 25 ára gamla miðjumann aftur til Juventus í janúar. (Calciomercato)

Manchester City hefur byrjað að ræða við Jude Soonsup-Bell en hann er leikmaður sem er í unglingaakademíunni hjá Chelsea. Hann er 18 ára og verður brátt samningslaus. (Evening Standard)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner