Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 05. nóvember 2022 17:10
Aksentije Milisic
Man City og Chelsea munu berjast um Rafael Leao
Frábær leikmaður.
Frábær leikmaður.
Mynd: EPA

Manchester City og Chelsea eru sögð ætla berjast um Rafael Leao, leikmann AC Milan, í janúar glugganum.


Þessi 23 ára gamli Portúgali hefur verið gjörsamlega frábær í liði AC Milan sem varð Ítalíumeistari á síðasta tímabili. Öll stærstu félög Evrópu hafa verið að fylgjast með kappanum.

Hann var valinn besti leikmaður Serie A á síðustu leiktíð og hefur hann haldið áfram að spila frábærlega á þessari leiktíð. Hann hefur skorað sex mörk og lagt upp níu í sautján leikjum á þessari leiktíð.

AC Milan er tilbúið í að stærstu liðin fari að reyna við kappann en hann verður ekki ódýr. Talið er að hann muni kosta um 105 milljónir punda í janúar.

Chelsea hafði mikinn áhuga á Leao í sumar og mun halda áfram að reyna fá leikmanninn í janúar og þá vill Manchester City fá hann inn í stað Raheem Sterling sem fór til Chelsea í sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner