Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
   lau 05. nóvember 2022 20:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Moukoko bíður eftir því að vera fjárráða til að skrifa undir

Youssufa Moukoko hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína með Dortmund á þessari leiktíð. Framtíð hans er í óvissu en þessi 17 ára gamli leikmaður á um hálft ár eftir af samningi sínum hjá þýska félaginu.


Mörg af stærstu liðum í Evrópu eru talin hafa mikinn áhuga á leikmanninum sem hefur skorað sex mörk og lagt upp fjögur til viðbotar í tólf leikjum fyrir Dortmund í vetur, þar af sex í byrjunarliðinu.

„Ég er búinn að vera hérna í sjö ár. Edin Terzic [stjóri Dortmund] hefur trú á mér og ég þekki umhverfið mjög vel. Mér líður eins og heima hjá mér," sagði Moukoko.

Hann er sagður vera bíða eftir 18 ára afmælisdeginum sínum þann 20 nóvember til að skrifa undir samning við þýska félagið til að hafa sjálfstæði fyrir fjármálunum sínum.


Athugasemdir
banner
banner