Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 05. nóvember 2022 15:00
Aksentije Milisic
Nenad og Baldvin framlengja við Ægi (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Nenad Zivanovic og Baldvin Már Borgarsson, þjálfarar meistaraflokks Ægis, hafa framlengt samninga sína við félagið en þetta staðfesti félagið í dag.


Þeir tóku við liðinu árið 2019 þegar það var í 4. deildinni og fóru þeir upp með liðið í 3. deildina.

Ægir spilaði í 3. deildinni sumarið 2020 en tímabili eftir komst liðið upp úr henni og í 2. deildina. Í sumar byrjaði Ægir tímabilið mjög vel og var í toppbaráttuni lengi vel en gaf svo eftir í restina.

Ægir endaði í 3. sæti deildarinnar, tólf stigum á eftir Þrótti R sem fór upp úr deildinni ásamt Njarðvík.

„Þjálfararnir framlengja!
Nýverið framlengdu þjálfarar meistaraflokks Ægis, þeir Nenad Zivanovic og Baldvin Már Borgarsson, samninga sína við félagið um 1 ár til viðbótar. Markmiðið er að halda áfram á þeirri vegferð sem liðið hefur verið á og byggja ofan á þann árangur sem náðst hefur. En eins flestir vita sem fylgjast með liðinu hafa þeir Nenad og Baldvin leitt liðið alveg síðan 2019 og hefur náðst eftirtektarverður árangur. En árið 2019 spilaði liðið í 4. og neðstu deild Íslandsmótsins. Þaðan lá leiðin í 3. deildina árið 2020, þar sem liðið spilaði einnig árið 2021 en þá tryggði liðið sér sæti í 2. deild. Strax á fyrsta ári í þeirri sterku deild, endaði liðið í 3. sæti og komst í 8 liða úrslit í Mjólkurbikarnum sem verður að teljast mjög góður árangur," segir í tilkynningu frá félaginu á Facebook.



Athugasemdir
banner