lau 05. nóvember 2022 20:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rodgers segir Southgate að velja Maddison
Mynd: EPA

James Maddison átti frábæran leik fyrir Leicester í 2-0 sigri liðsins á Everton í dag. Hann lagði upp bæði mörkin og var óheppinn að skora ekki undir lok leiksins.


Nú er HM handan við hornið og margir segja að Maddison eigi skilið sæti í enska landsliðshópnum. Tekur Rodgers undir það?

„Fyrir mér er það engin spurning. Það eru margir topp leikmenn að gera frábæra hluti en ef þú finnur ekki pláss fyrir svona leikmann sem hefur skilað sínu stöðugt síðustu átján mánuði þá er það sorglegt ef litið er á fótboltalegu hliðina," sagði Rodgers.

„Frábær leikmaður sem er tilbúinn fyrir HM. Hann er 25 ára og er að spila vel í hverri viku í úrvalsdeildinni, ekki hægt að biðja um meira. Hann er stórkostlegur."

Maddison hefur skorað sex mörk og lagt upp fjögur til viðbótar í tólf leikjum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner