Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
   lau 05. nóvember 2022 23:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Segir að Lopetegui þurfi að bæta sóknarleikinn

Wolves tilkynnti í dag að félagið hafi ráðið Julen Lopetegui sem næsta stjóra liðsins. Hann mun þó ekki stýra liðinu fyrr en eftir HM í Katar.


Steve Davis hefur stýrt liðinu síðan Bruno Lage var rekinn en hann segir að Lopetegui verði á Molineux um næstu helgi þar sem hann verður kynntur fyrir stuðningsmönnum liðsins þegar Wolves fær Arsenal í heimsókn.

Davis segir að Lopetegui þurfi að laga sóknarleik liðsins.

„Ég ég væri í hans sporum myndi ég bæta gæðin í sóknarleiknum. Það eru gæði í liðinu og það er sjálfstraust og baráttuandi. Félagið þarf bara einhvern sem mun blómstra í kerfinu hans," sagði Davis.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner